Vísurnar hennar Magdalenu Thoroddsen

 

Kosningar:

Allir flokkar finnast mér

framtakinu hrósa.

Það er verst að vandinn er

að velja rétt og kjósa.

 

Vorið:

Vinarmjúkur vefur blær

vorsins armi hæð og sund.

Ljúfa strengi landið slær

lífstin hörpu þýðri mund.

 

Átthagarnir:

Vestfirðingur að ég er

aldrei mun ég gleyma.

Allar stundir yljar mér

æskubyggðin heima.

 

Eurovision:

Engrar gleði olli mér

evróvíson þátturinn.

Margt er bjagað fram sem fer,

furðu galinn söngurinn.

 

Vegagerð:

Ég tel vegi Vestfjarða

vera í góðu lagi,

bæði um heiði og hálsana

hreint af besta tagi.

 

Burður:

Sumir bera sorg í hug,

svo og aðrir hetjudug.

Einir bera áhyggjur.

Upp má bera tillögur.

 

Sannlega er hann sauðburður,

svo og líka áburður,

oft hefst mikill atburður

eða bara viðburður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband