Nýtt netfang

Jæja, þá erum við komin með okkar eigið netfang bardstrendingar@internet.is

Aðalfundur Barðstrendingafélagsins

meetingAðalfundur Barðstrendingafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 15. apríl kl. 20:00 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja um inngöngu í félagið fyrir aðalfund skulu senda nafn, kennitölu, heimilisfang og uppruna á bardstrendingar@internet.is Cool


Opið hús - Hagyrðingakvöld

Jæja, nú er að koma að hagyrðingakvöldinu okkar en það verður næstkomandi miðvikudagskvöld 25. mars og hefst klukkan 20:00 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2. hæð.

Við verðum með flotta og skemmtilega hagyrðinga. Hvet alla til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld með okkur.

ManReading


Minni á bíó í kvöld í Bæjarbíói Hafnarfirði:)

Myndavél Rúnar - 080808 120Í kvöld kl. 20 sýnir Kvikmyndasafnið Vestfjarðakvikmynd Guðlaugs Rósinkranz. Guðlaugur Rósinkranz fyrrum Þjóðleikhússtjóri stóð fyrir töku á myndum á Vestfjörðum í kring um 1950. Í myndinni, sem sennilega er tekin af Kjartani Ó. Bjarnasyni, er víða komið við og sýndar myndir frá ýmsum kaupstöðum, bæjum og menningarstofnunum. Þar má meðal annars sjá unglingaheimilið í Breiðuvík, frá Núpi í Dýrafirði, Héraðsskólanum í Reykjanesi, Kirkjubóli í Bjarnardal, Þingeyri ofl. stöðum.

Bæjarbíó er á Strandgötu 6 í Hafnarfirði

Frétt úr Fjarðarpóstinum 8. tbl. 27. árg. 2009, Fimmtudagur 26. febrúar.


Vestfjarðakvikmynd í Bæjarbíói Hafnarfirði 3. mars

Myndavél Rúnar - 080808 121Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvikmyndasafnið Vestfjarðakvikmynd Guðlaugs Rósinkranz. Guðlaugur Rósinkranz fyrrum Þjóðleikhússtjóri stóð fyrir töku á myndum á Vestfjörðum í kring um 1950. Í myndinni, sem sennilega er tekin af Kjartani Ó. Bjarnasyni, er víða komið við og sýndar myndir frá ýmsum kaupstöðum, bæjum og menningarstofnunum. Þar má meðal annars sjá unglingaheimilið í Breiðuvík, frá Núpi í Dýrafirði, Héraðsskólanum í Reykjanesi, Kirkjubóli í Bjarnardal, Þingeyri ofl. stöðum.

Frétt úr Fjarðarpóstinum 8. tbl. 27. árg. 2009, Fimmtudagur 26. febrúar.


Opið hús 25. febrúar og 25. mars

Myndavél Rúnar - 080808 139Jæja nú er að duga eða drepast kæru félagar.

Við höfum haft opið hús núna í þrjú skipti, október, nóvember og janúar, en satt best að segja hefur ekki verið nógu góð mæting, sérstaklega hjá okkur yngra liðinu.

Næsta opna hús verður miðvikudagskvöldið 25. febrúar kl.20:00, en þá ætlar Inga Hrefna að vera með fyrirlestur um samskipti og það verður sýnikennsla og allt saman Cool

Mánuði seinna, eða miðvikudagskvöldið 25. mars kl.20:00, verður svo hagyrðingakvöld, en það tókst með eindæmum vel í fyrra.

Þetta fer hvorutveggja fram í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2. hæð.

Endilega mætum sem flest, hittumst og spjöllum yfir kaffibolla eða gosglasi, kostar ekki neitt, nema gott væri ef fólk sæi sér fært að brosa þó ekki væri nema út í annað Wink

 

Sjáumst öll

bestu kveðjur

Jóhanna


Kveðja

Myndavél Rúnar - 080808 162Gleðilegt ár til ykkar allra og takk fyrir skemmtilegt samstarf og samveru á árinu sem er að líða.

Sjáumst hress á nýju ári.

Kveðja

Jóhanna Fríða Dalkvist


Opið hús 19. nóvember kl. 20:00

Barðstrendingafélagið í Reykjavík verður með opið hús í Konnakoti, samkomusal félagsins, Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 19. nóvember klukkan 20:00.

Inga Hrefna Jónsdóttir, sálfræðingur, frá Mýrartungu II mun flytja fyrirlestur um Kraft hugans - hugræna atferlismeðferð.  Að því loknu gefst tími fyrir spjall og léttar veitingar.

Félagið er þessa dagana að vinna í því að virkja félagsmenn til þáttöku í hvers kyns viðburðum, en dæmi um viðburði hjá félaginu er fjáröflunardagur á vegum Kvennadeildar, jólakortagerð, samverustund í Heiðmörk, rútuferðir á sumrin, dansleikir og jólavaka sem verður í desember.

Átthagafélög eru ekki síst mikilvæg þegar mikið bjátar á því þangað er hægt að sækja vináttu, gleði og stuðning um leið og maður styrkir ræturnar sem liggja í okkar tilfelli í Vestur og Austur Barðastrandarsýslum. 

Hlökkum til að sjá sem flesta í Konnakoti 19. nóvember kl.20:00


Gleðifrétt

Giftu sig 8. ágúst 2008 eins og fjölmörg önnur en á óvenjulegan hátt, kíkið hér.

Ætlaði að blogga klukkan 08:08 08.08.08

...en það klikkaði Cool

08.08.08  08:09  hlýtur  bara að sýna að maður stendur ekki í stað Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband