Góð saga úr bransanum

BINGÓ_781292831Frægt fólk er oft beðið um góða sögu úr bransanum og ég ætla ekki að láta mitt eftir liggja og segja ykkur eina góða sögu úr Bingostjóra-bransanum Cool Það nefnilega féll einn dýrlegur gullmoli á síðasta bingokvöldi.

Þegar ég las upp tölurnar, gaf ég öllum stöfunum nafn samviskusamlega til að hafa alveg á hreinu hvaða staf ég væri að tala um, stafirnir hétu sem sagt B=Bjarni, I=Ingi, N=Nonni, G=Gunnar, O=Oddur og ég kallaði alltaf "bé tveir, bjarni tveir" svo ekkert færi nú á milli mála.

Eina umferðina spiluðum við plúsinn, þ.e. "N" niður og miðju röðin þversum, en hann Nonni lét heldur betur á sér standa. Tölurnar í Bjarna, Inga, Gunnari og Oddi komu endalaust og einn og einn Nonni inn á milli, svo seint kom bingóið. Mér varð tíðrætt um hvað stæði lengi á Nonna og held að mér hafi tekist að vera smá fyndin stundum. En það var ekki lengi.

Næstu röð á eftir spiluðum við U, það er "B" niður, neðsta röðin þversum og "O" niður, sem sagt teiknuðum U á spjaldið. Þá lét Nonni sko ekki á sér standa heldur kom hver á fætur öðrum þannig allir voru orðnir dauðleiðir á honum Nonna. Þá gall í góðum manni úti í sal: "Þú þarft nú ekki að misnota hann Nonna þó það hafi staðið á honum áðan". Grin

Eigið góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband