Spilavist í dag

Minni ykkur á spilavistina í dag klukkan 14 og svo hálfsmánaðarlega fram í enda mars Wizard

Fundurinn á miðvikudag gekk mjög vel og margir tóku til máls. Þakka ykkur fyrir að láta í ljós skoðanir ykkar á málefnalegan hátt, það er mikils virði að fólk geti talað saman þó það sé ekki endilega sammála um alla hluti.

Það kom glögglega í ljós hver vilji meirihlutans var. Því miður komst Ólína ekki svo ég var sú eina sem mætti og talaði fyrir því að Kvennadeildin yrði gerð að fjáröflunarnefnd innan félagsins.  Hinsvegar tók fjöldi fólks til máls og tjáði sig um ástæður þess að ekki væri breytinga þörf. Þetta er greinilega þeirra hjartans mál að halda þessu óbreyttu og sýndu það með því að mæta og segja sína skoðun. Mér fannst þó jafnvel að fólk væri tilbúið til að hugsa um að breyta aldurstakmarkinu í sumarkaffið og Jónsmessuferðina en það verður rætt betur seinna að ég hygg.

Allir í vist í dag

kv Hanna Dalkvist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband