27.1.2007 | 08:35
Áhugavert af Reykhólar.is
Ég hvet ykkur til að kíkja reglulega á http://www.reykholar.is/ því þar kemur margt skemmtilegt fram, til dæmis eins og þetta:
Þáttaskil í verslunarsögu Reykhólahrepps.
Verslunarsagan í stórum dráttum:
Svo segir í tímaritinu Sveitarstjórnarmálum, 1. tbl. 1988 í grein eftir Lýð Björnsson, sagnfærðing:
"Verzlunarstaður var tekinn upp í Flatey árið 1777, en áður höfðu íbúar Geiradals- Króksfjarðar- g Flateyjarhrepps þurft að sækja verzlun til Stykkishlóms og íbúar Gufudals- og Múlahrepps til Bíldudals, enda þótti þeim þægilegra að fara yfir Lækjarheði til Bíldudals en til Pateksfjarðar. Stofnun verzlunarstaðar í Flatey varð því íbúum Austur-Barðastrandarsýslu til mikilla hagsbóta, enda var verzlunarstaður þar stofnaður að ósk þeirra. Íslenzkir kaupmenn náðu fljótlega öllum tökum á Flateyjarverzlun. Þar kveður mest að Guðmundi Scheving, einum hinna þriggja miklu brautryðjenda um þilskipaútgerð á Íslandi. Hann hóf útgerð þilskipa frá Flatey á fyrsta tugi19. aldar, en þilskipaútgerð var síðan fóturinn undir atvinnulíf í eynni talsvert fram á 20. öld. Flatey var síðan verzlunarmiðstöð sævðisins alls allt til ársins 1911 og vesturhlutans fram yfir heimsstyrjöldina síðari. Kaupfélag var stofnað í Króksfjarðarnesi árið 1911 og að frumkvæði þeirra feðga Ólafs Eggertssonar og Jóns Ólafssonar og fleiri bænda. Þar var verzlunarmiðsjtöð austurhlutans allt til loka heimsstyrjaldarinnar síðari og meginhluta svæðisins upp frá því. Reykhólar, hið forna höfuðból, urðu læknissetur árið 1929 og prestssetur tveimur áratugum síðar. Þar var stofnsett tilraunastöð í jarðyrkju á árinum 1946-1947. Þetta er upphaf þéttbýlismyndunar á Reykhólum, en hún tók fyrst fjörkipp með tilkomu þörungaverksmiðjunnar á árinum 1974-1976. Reykhólar eru nú eina þéttbýlissvæðið innan takmarka Reykhólahrepps hins nýja".
Þið getið farið beint inn á þetta og séð mynd af Kaupfélagi Króksfjarðar með því að smella hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.