Þorrablót

Ég fékk góðan póst frá Helga Sæmundsyni þar sem hann viðrar við mig skemmtilega hugmynd og vil ég koma henni áfram til ykkar til umhugsunar.

Helgi stingur upp á því að Barðstrendingafélagið taki við þorrablótum Patreksfirðinga og Rauðsendinga og geri þau að Barðstrendingablótum.

Mér þykir þessi hugmynd afar góð og tel þetta gullið tækifæri til að starta þorrablótum aftur. Ég er persónulega mjög spennt fyrir því að við færum út í það að halda þorrablót, en það mega ekki vera of mörg blót í boði, því þá eins og gefur að skilja, koma ekki eins margir. Þess vegna væri þetta spennandi hugmynd. Hinsvegar þyrftum við að ákveða þetta fyrir vorið að ég tel og ef af þessu verður að skipa þá í þorrablótsnefnd sem fyrst.

Það væri gaman að heyra frá ykkur og vita hvað ykkur finnst um þetta.

Bestu kveðjur, Hanna Dalkvist 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband