26.2.2007 | 22:38
Loksins loksins
Voðalega hef ég svikist um núna við að halda þessari síðu okkar gangandi.
Langar að setja hér inn slóð sem pabbi minn Guðjón Dalkvist sendi mér, þetta eru myndir úr Reykhólasveitinni meðal annars. http://flickr.com/photos/magnussveinsson/sets/72157594177909559/detail/
og svo stal ég þessu af Reykhólavefnum góða:
Tvídrepið var tófuskott.... (19. febrúar 2007) Játi fór á tófuveiðar og náði einni. Kom hann stoltur heim með skottið og bað Lóu um að koma því á hreppsskrifstofuna fyrir sig sem var lítið mál. Lóa hengdi skottið í plastpoka upp á vegg í þvottahúsinu til að grípa það með sér. Er Lóa ætlaði að grípa skottið, kom í ljós að helv.... tíkin hafði komist í skottið, tætt plastpokann í sundur og innihaldið með þannig að aðkoman var ekki falleg. Þá varð einum góðum manni að orði:
Alltaf frétti ég eitthvað gott
af öllu má nú státa.
Tvídrepið var tófuskott
af tíkinni og Játa.
En leifarnar af skottinu komust á leiðarenda.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.