25.5.2006 | 11:45
Messað í Skálmarnesmúla 3. júní
Árleg guðsþjónusta í Skálmarnesmúla verður að þessu sinni laugardaginn 3. júní kl. 14:00 Það er sr. Sjöfn Þór sóknarprestur í Reykhólaprestakalli sem mun annast guðsþjónustuna.
Þetta er í fyrsta skiptið sem hinni nýi sóknarprestur Reykhólahrepps messar á þessum stað.
Skálmarnesmúli er á Múlanesi (sem Vegagerðin kallar Skálmarnes) á milli Skálmarfjarðar og Kerlingarfjarðar í Múlahreppi hinum forna.
Birt með leyfi sveitarstjóra Reykhólahrepps
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.