Sálfræðilegur þröskuldur

Eitt þeirra vandamála sem menn standa frammi fyrir í ferðamálum sums staðar á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónusta á sér styttri sögu, er einhvers konar sálfræðilegur þröskuldur, sem hamlar því að ferðamenn sæki viðkomandi svæði heim.

Tökum dæmi: Það eru 215 kílómetrar frá miðborg Reykjavíkur og vestur í Reykhólasveit, en 258 kílómetrar frá Reykjavík og austur að Kirkjubæjarklaustri. En prófum að spyrja fólk fyrir sunnan. Hvort teljið þið að sé meira mál að aka austur að Klaustri eða vestur að Bjarkalundi í Reykhólasveit ? Svarið er örugglega; það er lengra vestur í Bjarkarlund.

Þennan sálfræðilega þröskuld þarf að yfirstíga og helst auðvitað útrýma honum. Sjálfsagt helst með öflugri kynningu. Það er nefnilega styttra vestur en þig grunar. Og vegurinn vestur í Reykhólasveit er aukinheldur nær allur malbikaður núna þegar. Ferð frá Reykjavík og vestur í Reykhólasveit er því ekki nema um tveir og hálfur tími - ekið á löglegum hraða.

Vestfirðir nær en þig grunar, var slagorðið gamla í vestfirskri ferðaþjónustu. Það á enn frekar við núna og mætti örugglega heimfæra upp á aðra landshluta sem búa við sama vandamál.

 

Stolið en satt og þörf áminningBrosandi

P.s. Frá Bjarkalundi eru um 70 km að Skálmarnesmúla Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband