Vorfagnaður og Hagyrðingakvöld

Okkar árlegi vorfagnaður verður með breyttu sniði að þessu sinni.

Messað verður í Áskirkju á morgun sunnudag 22.apríl kl. 13:30. Prestar sem starfað hafa fyrir vestan munu sjá um messuna auk kirkjukórs Patreksfjarðar.

Að lokinni messu verður boðið til kaffisamsætis í Breiðfirðingabúð í Faxafeni. Þeir sem vilja sleppa messunni geta mætt í Breiðfirðingabúð klukkan 14:30.

 

Hagyrðingakvöld 25.apríl klukkan 20:00 

Ég ætla að gerast svo djörf og hreinlega lofa ykkur bráðskemmtilegu hagyrðingakvöldi í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2.hæð, næsta miðvikudag klukkan 20:00.

Nefndin hefur fengið flotta hagyrðinga til að vera með okkur og ýmislegt skemmtilegt verður gert. Við lærum að yrkja, keppumst við að leysa vísnagátur og að sjálfsögðu reynum við að botna einhverja skemmtilega fyrriparta.

Hlakka til að sjá ykkur

kveðja

Hanna Dalkvist 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband