Frábært kvöld

Ég held að allir sem voru á staðnum geti verið sammála um að Hagyrðingakvöldið var hrein snilld. Við fengum sex frábæra hagyrðinga sem voru hver öðrum betri, með skemmtilegar vísur og limrur sem gerðu kvöldið alveg frábært. Kvöldið byrjaði þó á smá kennslu sem hún Nína okkar sá um og það var til að gera kvöldið fullkomið, hún stóð sig frábærlega og við lærðum margt á stuttum tíma, svo vel setti hún efnið fram. Svo fengum við nokkrar vísur úr salnum sem voru alveg í stíl við kvöldið, þ.e. frábærar LoL

Hagyrðingarnir okkar voru:

Aðalheiður Hallgrímsdóttir frá Mýrartungu II Reykhólahreppi

Bjargey Arnórsdóttir frá Tindum Reykhólahreppi (áður Geiradalshreppi)

Hallfríður Benediktsdóttir frá Bakka Reykhólahreppi (áður Geiradalshreppi)

Hjörtur Þórarinsson frá Reykhólum

Magdalena Thoroddsen frá Vatnsdal í Rauðasandshreppi

Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II Reykhólahreppi

Svo fengum við sendar vísur frá Guðmundi Arnfinnssyni og Guðjóni Dalkvist (Dalli) sem er að sjálfsögðu pabbi minn Smile

Ég ætla að mælast til að við gerum þetta tvisvar á ári, ca í október og febrúar/mars/apríl.

Hvet alla til æfa sig að yrkja og vera viðbúnir hagyrðingakvöldi í október ef ég fæ mínu framgengt Wink

Bestu kveðjur

Hanna Dalkvist 

p.s. Ég mun smátt og smátt birta einhverjar vísur frá kvöldinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skemmti mér stórvel og styð tillögu um að halda hagyrðingakvöld tvisvar á ári

Ólína Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband