14.5.2007 | 11:15
Til íbúa og brottfluttra Barðstrendinga
Niðurstaða nefndar um að efla atvinnulíf á Vestfjörðum liggur fyrir. Nú á að hefja markvissar aðgerðir til að flytja opinber störf til Vestfjarða og skapa ný störf. Áherslusvið í atvinnulífinu eru;
- sjávarútvegur/matvælaframleiðsla/fiskeldi
- ferðaþjónusta/ menningarverkefni/ gagnavinnsla
- Rannsóknir/nýsköpun
Þróunarsetur Vestfjarða á Patreksfirði er í undirbúningi og tekur til starfa næsta vetur. Okkur vantar fagfólk og sérfræðinga á þessum sviðum á sunnanverða Vestfirði. Ef þú lesandi góður veist um fagfólk og sérfræðinga sem gætu hugsað sér að búa og starfa hjá okkur viljum við gjarnan vita af því. Allt kemur til greina og allt skoðað í trúnaði.
Vinsamlegast hafið samband við Jón Örn Pálsson, Atvinnuráðgjafa, Aðalgötu 5, 450 Patreksfirði. Sími: 456-2350 gsm: 892-1896 netfang: jonp@atvest.is
Athugasemdir
Því miður hafa einu störfin sem skapast af öllum þessum "atvinnuþróunarnefndum" og verkefnum víðs vegar um landið, einungis verið þau störf sem fylgja nefndunum. Hvað er til að mynda nýtt við "nýsköpun" í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og rannsóknum, sem ekki er búið að reyna áður? Vona samt að vel gangi með þetta verkefni og óska öllum sem að því koma góðs gengis.
Halldór Egill Guðnason, 24.5.2007 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.