12.11.2007 | 16:18
Ný bloggfærsla
Var skömmuð á ballinu okkar um helgina fyrir að blogga of lítið og viðurkenni ég fúslega að ég átti það skilið
Þessi bloggfærsla er því ætluð að fyrirbyggja að 5 mánuðir líði aftur á milli bloggfærslna.
Ef þið hafið eitthvað skemmtilegt efni sem þið viljið birta hér á síðunni, þá er ykkur velkomið að senda mér það á johannafd@hive.is, það verður að sjálfsögðu ritskoðað áður þannig að best er að skrifa eitthvað fallegt um mig
Það var frekar fámennt en einstaklega góðmennt á Bingóinu á laugardaginn og fullt af flottum vinningum fóru í góðar hendur. Sérstaklega var gaman að sjá krakkana sem mættu og sátu spennt yfir spjöldunum, takk fyrir komuna krakkar, vonast til að sjá ykkur aftur á næsta ári
Ef þið hafið tillögur að öðrum uppákomum, þá væri ægilega gaman að fá línu frá ykkur um þær eða jafnvel símtal, síminn minn er 8438808, allar hugmyndir vel þegnar.
Hlakka til að heyra frá ykkur
Bestu kveðjur
Jóhanna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.