10.12.2007 | 12:38
Takk fyrir síðast
Flottur dagur í gær, frábært veður og enn betri jólavaka. Gaman að sjá hvað margir mættu þó ég hefði viljað sjá fleiri af "yngri" kynslóðinni. Annars var nánast fullt hús og rosalega gaman. Ég og Ólína lásum upp úr bókum og svo voru sungin jólalög, drukkið besta heita súkkulaði sem ég hef smakkað og borðaðar smákökur. Ekkert stress og allir afslappaðir sem veitir ekki af svona rétt fyrir jól þegar manni finnst umhverfið gjörsamlega við það að fara á hvolf, allir að flýta sér við að kaupa sem mest.
En takk fyrir samveruna í gær, hlakka til að sjá ykkur öll aftur á næsta ári.
Endilega hafið bak við eyrað að láta okkur vita ef þið heyrið af Barðstrendingi sem ætlar að gefa út bók.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.