Sjónlínan

c_documents_and_settings_hagferd_my_documents_my_pictures_gleraugu Ég keypti mér ný gleraugu um daginn sem ég er voða voða voða ánægð með. En það sem ég er mest ánægð með er þjónustan í gleraugnaversluninni Sjónlínunni á Strandgötunni í Hafnarfirði þar sem ég keypti þau. Þau hafa endalausa þolinmæði fyrir manneskju sem sér fullt af flottum umgjörðum og getur engan vegin ákveðið hvað á að kaupa. Það sem meira er þá eru þau með tæki sem tók mynd af mér á báða vanga og beint fram með mismunandi umgjarðir. Ég gat svo skoðað myndirnar hlið við hlið í tækinu og borið saman umgjarðirnar sem mér leist best á. Þannig náði ég loksins að velja frábæra umgjörð. Svo get ég alltaf farið og látið stilla þau ef þau skekkjast eða hvað sem er. Mæli eindregið með þessari búð, gott andrúmsloft og notalegt að koma þarna inn, ekkert stress og allir í góðu skapi. Endilega kíkið ef þið eruð að hugsa um að fjárfesta í gleraugum, verðið er nefnilega mjög gott líka. Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég gleymdi einmitt að taka fram á jólavökunni hvað mér finnst gleraugun þín flott   Hef þessa búð í huga næst þegar ég kaupi gleraugu.

Já og takk fyrir síðast allir.  Þetta var virkilega notaleg stund eins og alltaf á jólavökunni. 

Ólína Kristín (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband