Fjarðarkaup alltaf best

smileyÉg er svo sem ekki að segja neinar nýjar fréttir en það sannaðist bara enn einu sinni í dag að Fjarðarkaup veita langbestu þjónustuna að mínu mati sem gerir það að verkum að það verður gaman að versla þar.

Ég fór í dag að kaupa 25 stóra konfektkassa fyrir fyrirtækið mitt og það var hreinlega stjanað í kringum mig. Konfektkassarnir sóttir fram á lager og karfan keyrð að afgreiðslukassanum fyrir mig og ekki minnsta vesen.

Ég mæli með Fjarðarkaupum fyrir þá sem vilja góða þjónustu á góðu verði í góðu andrúmslofti Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Alveg sammála. Fjaraðrkaup er líka búðin mín.

J. Trausti Magnússon, 17.12.2007 kl. 21:52

2 identicon

Ég versla nú alltaf í Krónunni, er alveg sátt við þá.

Annars þvældist ég búð úr búð í dag að leita að heilum kardimommum.... eyddi mun lengri tíma í að leita að starfsfólki til að spyrja um kardimommurnar heldur en sjálfa leitina að kardimommunum!!

Kardimommur er svolítið skemmtilegt orð

Ólína Kristín (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband