Jólaböllin góð minning

santa_dancing Nú er margt samstarfsfólk mitt að fara með börnin sín á jólaball í skólanum þeirra. Það minnir mig á jólaböllin í Vogalandi þegar ég var krakki. Það er ótrúlega góð minning sem ég hef frá þeim, Halli í Nesi var alltaf jólasveinninn og hann var svo skemmtilegur jólasveinn að maður vildi helst bara vera nálægt honum. Svo stóðum við í röð, löbbuðum upp á svið og tókum við epli og nammipoka, sér merktum jólapoka með súkkulaði. Svo dönsuðum við auðvitað í kringum jólatréð og kepptumst við að halda í hendina á jólasveininum okkar sem er sá albesti í heimi. Takk Halli fyrir góðar minningar Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband