20.10.2006 | 16:33
Gleði á gleði ofan
Já kæru félagar og annað skemmtilegt fólk, nú styttist aldeilis í ballið okkar, rétt rúm vika og væntanlega allir farnir að bíða spenntir, allavega ég og Ólína
Eins og kemur fram í Sumarliða ætlum við að byrja að spila Bingó klukkan 20:30 í Breiðfirðingabúð í Faxafeni 14. Klukkan 23 ætla svo Skógarpúkarnir að byrja að spila fyrir okkur og það er sko óhætt að fullyrða það að þeir spila tónlist sem hentar öllum. Þeir eru fjölhæfir og skemmtilegir strákar, enda að vestan.
Endilega takið með ykkur gesti og gangandi, það er engin skylda að vera skráður í félagið og það kostar einungis 1500kr. inn, Bingó + Ball, og einnig 1500 þó bara sé borgað inn á ballið. Svo endilega skellið ykkur með okkur á Bingó, við Ólína munum stjórna því eins og okkur einum er lagið og það var lagið....
Hlakka til að sjá ykkur öll
kveðja
Hanna Dalkvist
P.s. Ætla að leyfa mér að nota sömu vísuna þangað til ég nenni að semja aðra
Með vinum er mjög gott að vera
og vont að hafa ekkert að gera
þá best er að búa sig spari
og bruna á fjórhjóla-fari
til Skógarpúkana og skemmta sér
er skammt er eftir af október.
Athugasemdir
Hlakka sömuleiðis til að sjá þig... og ykkur öll!
Ólína Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.