Fundurinn

Jæja félagar, fundurinn okkar var á miðvikudagskvöldið og var rosalega góða mæting.

Jólavakan okkar verður 10.desember klukkan 16:00 og hvet ég ykkur öll til að koma og fá ykkur heitt súkkulaði og eitthvað fleira skemmtilegt.

17.janúar verður félagsfundur um framtíð félagsins og er mikilvægt að sem flestir mæti þá.

20.janúar byrjum við á spilavistinni og spilum á hálfs-mánaðar fresti til páska.

Svo langar okkur ofsalega að hafa Hagyrðingakvöld eftir áramót en það er ekki komin dagsetning á það enda mikið framundan eins og er.

Sjáumst á jólavökunni, komumst í jólaskapið og miðlum því áfram til annarra Grin

 Kveðja, Hanna Dalkvist

christmas-eve-2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæti á allt sem ég mögulega get... treð mér allstaðar með

Er annars að vinna í Sumarliða... ég veit þið hlakkið til jólaSumarliða jafnmikið og jólanna sjálfra

Varðandi síðustu færslu líst mér vel á Alþing.... sjáum til hvort við getum ekki komið því við í vor

Ólína Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband