Opið hús 25. febrúar og 25. mars

Myndavél Rúnar - 080808 139Jæja nú er að duga eða drepast kæru félagar.

Við höfum haft opið hús núna í þrjú skipti, október, nóvember og janúar, en satt best að segja hefur ekki verið nógu góð mæting, sérstaklega hjá okkur yngra liðinu.

Næsta opna hús verður miðvikudagskvöldið 25. febrúar kl.20:00, en þá ætlar Inga Hrefna að vera með fyrirlestur um samskipti og það verður sýnikennsla og allt saman Cool

Mánuði seinna, eða miðvikudagskvöldið 25. mars kl.20:00, verður svo hagyrðingakvöld, en það tókst með eindæmum vel í fyrra.

Þetta fer hvorutveggja fram í Konnakoti, Hverfisgötu 105, 2. hæð.

Endilega mætum sem flest, hittumst og spjöllum yfir kaffibolla eða gosglasi, kostar ekki neitt, nema gott væri ef fólk sæi sér fært að brosa þó ekki væri nema út í annað Wink

 

Sjáumst öll

bestu kveðjur

Jóhanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband