29.4.2006 | 17:47
Reykhólar.is
Einar Örn sveitarstjóri Reykhólahrepps var svo almennilegur að setja tengil inn á þessa síðu okkar inn á reykholar.is, svo vonandi fáum við marga gesti, endilega skrifið í gestabókina
Ég er búin að setja vísun hér til hliðar á skemmtilegar síður um Skóga í Þorskafirði og Torfbæinn á Reykhólum.
Í framhaldi af gleðifréttunum um fjölda nýrra félaga, þá er strax kominn einn nýr félagi í viðbót eftir fundinn síðasta miðvikudag, svo kannski verður annað metár hjá okkur. Austur-Barðstrendingar ætla að hittast í kvöld á "pöbb" í Engihjallanum klukkan 21, (fyrir ofan pizzustaðinn), og væri kannski ráð fyrir mig að fara þangað með blað og penna og skrá fólk í félagið. Gæti kannski fengið ansi marga eftir miðnættið hehehe
Eins og auglýst var hér, hittust eldri Barðstrendingar í Breiðfirðingabúð í dag. Ég hef ekkert frétt af því ennþá en vonandi var góð mæting eins og alltaf.
Mig langar þó að skella hér inn smá hugleiðingu. Af hverju fáum við yngra fólkið ekki að vera með í þessu, þó við þyrftum að borga 1000 kr. inn? Þyrftum við ekki einmitt að reyna að fá allan aldur með í allt? Ég væri til í að borga mig inn þó eldra fólkið fengi frítt inn. Eins og fram kemur á bloggsíðu hjá Ólínu (dóttur Heiðu), þá er kannski ekkert skrýtið þó komi fáir í ferðina okkar í ágúst. Eldra fólkið fer í ferð á jónsmessunni og er það vel, og margir láta sér þá ferð duga. En væri ekki sniðugt að hleypa yngra fólkinu með í þá ferð?
Vona að ég sé ekki að pirra neinn með þessari hugleiðingu, en eins og ég segji, hvar væri þjóðfélagið ef allir væru alltaf sammála?
Kveðja í bili
Hanna Dalkvist
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.