Úbbbs aðeins of sein

Já kæru vandamenn, vinir og hinir, ég er aðeins of sein með bloggið núna og bið ykkur innilegrar afsökunar á því.

Jólavakan okkar var rosalega notaleg og skemmtileg. Við sungum jólalög, borðuðum smákökur, drukkum heitt súkkulaði og hápunkturinn var að sjálfsögðu að ég og Ólína lásum upp úr tveimur jólabókum og Ólína las til viðbótar ljóð eftir pabba sinn Jón Snæbjörnsson sem ég og fleiri þekktum alltaf best sem Manna.

Þetta var mjög upplífgandi og skemmtilegt í grámyglu hversdagsins mátulega rétt fyrir jól. 

Næst á dagskrá hjá okkur öllum eru auðvitað jól og áramót. Við munum svo hittast kát og hress á nýju ári og vonast ég til að sjá ykkur sem flest á félagsfundinum 17.janúar þar sem framtíð Barðstrendingafélagsins verður rædd. Upptökin af þeim fundi er umræða á síðasta aðalfundi um hvort Kvennadeildin eigi að vera sér deild eða nefnd innan félagsins. Það má búast við fjörugum umræðum og skiptum skoðunum á því og efast ég ekki um að þetta verði bráðskemmtilegur fundur. Ég skora á ykkur að mæta og segja ykkar skoðun, það er engin skoðun röng og það þurfa ekki allir að vera sammála, en við þurfum að ræða málin. Og þið skuluð ekki hika við að segja ykkar skoðun. Eins og gamli maðurinn sagði einu sinni við mig og ég reyni að fara alltaf eftir því: "Þú skalt alltaf hlusta á allt sem allir hafa að segja, því það er engin svo vitlaus að það komi ekki einhverntíma eitthvað af viti út úr honum".

Læt þetta vera lokaorðin í bili Smile

Bestu kveðjur

Hanna Dalkvist frá Mýrartungu I 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má kannski taka það fram að í Árbók Barðastrandasýslu sem var að koma út er kafli sem heitir Bundið mál.  Og sá kafli er að þessu sinni um pabba og eru birt nokkur ljóð og vísur eftir hann

Ólína Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband