26.5.2006 | 18:09
Hann faðir minn...
Hann hefur undanfarin ár unnið að þróun áburðarvökvans og er varan komin á markaðinn. Í áburðarvökvanum eru helmingi fleiri bætiefni en í skít sem hann sagðist hafa haldið að væri hinn fullkomni áburður.
Ef þið viljið fá nánari upplýsingar, endilega hafið samband
Guðjón D Gunnarsson 434-7785 866-9386 |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 14:00
Athugið nýtt netfang
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2006 | 16:57
Sálfræðilegur þröskuldur
Eitt þeirra vandamála sem menn standa frammi fyrir í ferðamálum sums staðar á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónusta á sér styttri sögu, er einhvers konar sálfræðilegur þröskuldur, sem hamlar því að ferðamenn sæki viðkomandi svæði heim.
Tökum dæmi: Það eru 215 kílómetrar frá miðborg Reykjavíkur og vestur í Reykhólasveit, en 258 kílómetrar frá Reykjavík og austur að Kirkjubæjarklaustri. En prófum að spyrja fólk fyrir sunnan. Hvort teljið þið að sé meira mál að aka austur að Klaustri eða vestur að Bjarkalundi í Reykhólasveit ? Svarið er örugglega; það er lengra vestur í Bjarkarlund.
Þennan sálfræðilega þröskuld þarf að yfirstíga og helst auðvitað útrýma honum. Sjálfsagt helst með öflugri kynningu. Það er nefnilega styttra vestur en þig grunar. Og vegurinn vestur í Reykhólasveit er aukinheldur nær allur malbikaður núna þegar. Ferð frá Reykjavík og vestur í Reykhólasveit er því ekki nema um tveir og hálfur tími - ekið á löglegum hraða.
Vestfirðir nær en þig grunar, var slagorðið gamla í vestfirskri ferðaþjónustu. Það á enn frekar við núna og mætti örugglega heimfæra upp á aðra landshluta sem búa við sama vandamál.
Stolið en satt og þörf áminning
P.s. Frá Bjarkalundi eru um 70 km að Skálmarnesmúla
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2006 | 11:45
Messað í Skálmarnesmúla 3. júní

Þetta er í fyrsta skiptið sem hinni nýi sóknarprestur Reykhólahrepps messar á þessum stað.
Skálmarnesmúli er á Múlanesi (sem Vegagerðin kallar Skálmarnes) á milli Skálmarfjarðar og Kerlingarfjarðar í Múlahreppi hinum forna.
Birt með leyfi sveitarstjóra Reykhólahrepps
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2006 | 19:27
Frábært framtak :-)

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2006 | 22:31
Stund milli stríða
Nóg að gera hjá mér eins og sönnum barðstrendingi sæmir
Sýningin "Perlan Vestfirðir" voru í Perlunni fyrstu helgina í maí. Þar komu um 23.000 manns sem er alveg frábært. Fólk hefur greinilega áhuga á að kynna sér landið. Mér finnst oft eins og vestfirðir verði útundan þegar fólk er að tala um að ferðast um landið, og kannski eru þeir það, en þetta er með fallegustu stöðum á landinu. Kannski er það út af vegunum sem fólk veigrar sér við að fara vestfjarðahringinn, kannski er það bara auðveldara og þægilegra að keyra norður á Akureyri og heim aftur, kannski eru til milljón ástæður fyrir þessu.
Ég er engin undantekning í þessu. Ég hef alltof lítið farið vestar en Bjarkalundur, og alltof lítið vestur að Bjarkalundi, þó á ég ættingja bæði á Reykhólum og vestur á Ísafirði, skamm ég. Ég fór þó vestur í Dýrafjörð eina helgi í fyrra, lenti í besta veðri sem hugsast gat og notaði það til að keyra aðeins um. Fór í fyrsta skipti á Bíldudal, fór inn í Selárdal, í laugina í Reykjafirði, í pottinn í fjörunni við Flókalund og fleira og fleira og þetta var hreint út sagt frábær ferð, þrátt fyrir sprungið dekk og ekki bestu vegi í heimi
Verum dugleg að hvetja fólk til að heimsækja sveitirnar okkar, þó það sé sagt að hverjum þyki sinn fugl fagur, þá fæ ég oft að heyra frá hlutlausum aðilum að sveitin mín sé ein sú fallegasta á landinu, þá verð ég voða voða voða montin og stolt........og skammast mín fyrir að heimsækja hana ekki oftar.
Hafið það gott
kveðjur í bili
Hanna Dalkvist
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2006 | 22:26
...sól í heiði skín
Það var fundur hjá okkur í stjórninni á miðvikudagskvöldið og kom Ólína þá á sinn fyrsta fund, gaman að fá þig Ólína. Að sjálfsögðu var aðeins haldið áfram að ræða um kvennadeildina en við sluppum þó við slagsmál, við erum líka svo miklir friðarsinnar við Barðstrendingar
Það var ýmislegt rætt um sumarið og haustið og fengum við Ólína það verkefni að finna hljómsveit á haustballið. Við stefnum að því að fara í stífar samningaviðræður við Skógarpúkana, því ég veit að þeir myndu algjörlega slá í gegn hjá okkur. Það er nauðsynlegt að fá hljómsveit sem spilar alla tónlist og þeir eru snillingar í því, yrðu trúlega bara æviráðnir eftir ballið.
Svo var að sjálfsögðu rætt um Heiðmörkina og ferðirnar í sumar. Ferðin í ágúst gæti orðið mjög spennandi, segi ykkur meira um hana seinna þegar búið verður endanlega að ákveða hvert skuli halda.
Læt þetta duga að sinni, vildi bara aðeins sýna smá lífsmark hér
kveð að sinni
Hanna Dalkvist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2006 | 17:47
Reykhólar.is
Einar Örn sveitarstjóri Reykhólahrepps var svo almennilegur að setja tengil inn á þessa síðu okkar inn á reykholar.is, svo vonandi fáum við marga gesti, endilega skrifið í gestabókina
Ég er búin að setja vísun hér til hliðar á skemmtilegar síður um Skóga í Þorskafirði og Torfbæinn á Reykhólum.
Í framhaldi af gleðifréttunum um fjölda nýrra félaga, þá er strax kominn einn nýr félagi í viðbót eftir fundinn síðasta miðvikudag, svo kannski verður annað metár hjá okkur. Austur-Barðstrendingar ætla að hittast í kvöld á "pöbb" í Engihjallanum klukkan 21, (fyrir ofan pizzustaðinn), og væri kannski ráð fyrir mig að fara þangað með blað og penna og skrá fólk í félagið. Gæti kannski fengið ansi marga eftir miðnættið hehehe
Eins og auglýst var hér, hittust eldri Barðstrendingar í Breiðfirðingabúð í dag. Ég hef ekkert frétt af því ennþá en vonandi var góð mæting eins og alltaf.
Mig langar þó að skella hér inn smá hugleiðingu. Af hverju fáum við yngra fólkið ekki að vera með í þessu, þó við þyrftum að borga 1000 kr. inn? Þyrftum við ekki einmitt að reyna að fá allan aldur með í allt? Ég væri til í að borga mig inn þó eldra fólkið fengi frítt inn. Eins og fram kemur á bloggsíðu hjá Ólínu (dóttur Heiðu), þá er kannski ekkert skrýtið þó komi fáir í ferðina okkar í ágúst. Eldra fólkið fer í ferð á jónsmessunni og er það vel, og margir láta sér þá ferð duga. En væri ekki sniðugt að hleypa yngra fólkinu með í þá ferð?
Vona að ég sé ekki að pirra neinn með þessari hugleiðingu, en eins og ég segji, hvar væri þjóðfélagið ef allir væru alltaf sammála?
Kveðja í bili
Hanna Dalkvist
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2006 | 00:39
Auglýsing
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2006 | 23:58
Aðalfundurinn
Alveg var þetta frábær fundur hjá okkur í kvöld. Miklar umræður sem spunnust um ýmis málefni og mikið fjör. Hvernig væri líka samfélagið ef allir væru sammála um allt??
Það mættu um 35 manns sem er rosalega gott. Við hefðum þó viljað sjá fleiri af ykkur nýju félugunum. Gleðitíðindi kvöldsins eru þau að í félagið voru skráðir 22 nýjir félagar. Þrjú þeirra mættu og var gaman að sjá þau nýju andlit.
Svo voru auðvitað veitingarnar þær bestu sem hægt var að hugsa sér
Ég segji ykkur meira af þessu seinna, vildi bara láta ykkur vita að þið sem mættuð ekki, misstuð af góðri skemmtun í frábærum félagsskap.
Góða nótt í bili
bestu kveðjur
Hanna Dalkvist
Bloggar | Breytt 27.4.2006 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)