Færsluflokkur: Dægurmál

Hann faðir minn...

...Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum framleiðir lífrænan áburðarvökva fyrir blóm, tré, tún og allan annan gróður, úr þangi úr Breiðafirði. Selur hann vöruna undir vöruheitinu Glæðir.

Hann hefur undanfarin ár unnið að þróun áburðarvökvans og er varan komin á markaðinn. Í áburðarvökvanum eru helmingi fleiri bætiefni en í skít sem hann sagðist hafa haldið að væri hinn fullkomni áburður. Brosandi

Ef þið viljið fá nánari upplýsingar, endilega hafið samband Hlæjandi

 
Guðjón D Gunnarsson
Hellisbraut 18 380 Reykhólahreppur
434-7785
866-9386 
 

 


Athugið nýtt netfang

johannafd@hive.is

Sálfræðilegur þröskuldur

Eitt þeirra vandamála sem menn standa frammi fyrir í ferðamálum sums staðar á landsbyggðinni þar sem ferðaþjónusta á sér styttri sögu, er einhvers konar sálfræðilegur þröskuldur, sem hamlar því að ferðamenn sæki viðkomandi svæði heim.

Tökum dæmi: Það eru 215 kílómetrar frá miðborg Reykjavíkur og vestur í Reykhólasveit, en 258 kílómetrar frá Reykjavík og austur að Kirkjubæjarklaustri. En prófum að spyrja fólk fyrir sunnan. Hvort teljið þið að sé meira mál að aka austur að Klaustri eða vestur að Bjarkalundi í Reykhólasveit ? Svarið er örugglega; það er lengra vestur í Bjarkarlund.

Þennan sálfræðilega þröskuld þarf að yfirstíga og helst auðvitað útrýma honum. Sjálfsagt helst með öflugri kynningu. Það er nefnilega styttra vestur en þig grunar. Og vegurinn vestur í Reykhólasveit er aukinheldur nær allur malbikaður núna þegar. Ferð frá Reykjavík og vestur í Reykhólasveit er því ekki nema um tveir og hálfur tími - ekið á löglegum hraða.

Vestfirðir nær en þig grunar, var slagorðið gamla í vestfirskri ferðaþjónustu. Það á enn frekar við núna og mætti örugglega heimfæra upp á aðra landshluta sem búa við sama vandamál.

 

Stolið en satt og þörf áminningBrosandi

P.s. Frá Bjarkalundi eru um 70 km að Skálmarnesmúla Glottandi


Messað í Skálmarnesmúla 3. júní

  Árleg guðsþjónusta í Skálmarnesmúla verður að þessu sinni laugardaginn 3. júní kl. 14:00  Það er sr. Sjöfn Þór sóknarprestur í Reykhólaprestakalli sem mun annast guðsþjónustuna.

Þetta er í fyrsta skiptið sem hinni nýi sóknarprestur Reykhólahrepps messar á þessum stað. 

Skálmarnesmúli er á Múlanesi (sem Vegagerðin kallar Skálmarnes) á milli Skálmarfjarðar og Kerlingarfjarðar í Múlahreppi hinum forna.

Birt með leyfi sveitarstjóra Reykhólahrepps 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband