Færsluflokkur: Dægurmál

Frestun fundar

Fundinum okkar sem vera átti í gær var frestað um viku svo ekki segji ég ykkur miklar fréttir af honum þessa helgina.

Ætla þó að láta einn léttan flakka til lifta upp gráum hversdagsleikanum Police

Gæti verið verra

Jónas fór mjög í taugarnar á vinum sínum með óþolandi bjartsýni. Það var alveg sama hve slæm staðan var, alltaf gat hann sagt "Það gæti verið verra".
Vinir hans ákváðu að gera eitthvað í málinu og reyna að venja hann af þessum leiða vana. Þeir ákváðu að finna upp einhverja atburðarrás sem væri svo hræðileg og svo svört að hann gæti með engu móti fundið neitt jákvætt við hana. Þeir komu til hans á hverfispubbanum eitt kvöldið og sögðu, "Jónas, ertu búinn að heyra þetta með hann Guðmund? Hann kom heim í gærkvöldi og kom þá að konunni með öðrum manni og skaut þau bæði og síðan sjálfan sig!"
"Þetta er hræðilegt," sagði Jónas, "en það gæti verið verra."
Nú urðu vinirnir hlessa. "Hvernig í ósköpunum gæti þetta verið verra?" spurðu þeir.
"Ja, sko," sagði Jónas, "ef þetta hefði gerst í fyrrakvöld þá væri ég dauður!"

bless í bili

Hanna Dalkvist

 


...skömmu síðar...

BigSmile Já svona var ég eftir ballið og er enn, í algjörri sæluvímu Smile

Það er nú ástæðan fyrir að ég hef ekki skrifað ykkur neitt fyrr en núna, víman var svo mikil. Whistling

En þetta var frábær skemmtun. Bingóið gekk alveg glimrandi vel þó við höfum farið aðeins fram yfir tímann en það sakaði vonandi ekki neinn. Það voru margir flottir vinningar í boði eða tólf alls og var stærsti vinningurinn gisting og matur í Bjarkalundi. Ballið stóð svo til klukkan 3 og sýndist mér allir skemmta sér konunglega, allavega gerði ég það......og Ólína Wink

En að öðru. Einn vinningurinn var frá henni Sigurbjörgu Karlsdóttur og var það skoðunarferð fyrir fjóra á álfaslóðir. Hún var að spyrja hvort einhver vissi um mann fyrir vestan sem finnur árur og þess háttar með tveimur prikum, veit ekki hvort það kallast orkuprik eða eitthvað þess háttar en ég vona að einhver viti hvað ég er að meina. Þessi maður hefur hjálpað vegagerðinni þar við að velja vegastæði, þ.e. að leggja ekki veg þar sem ekki "má". Ef einhver hefur hugmynd um þennan mann væri vel þegið ef sá sami myndi láta mig vita. Ég er með síma 843-8808

Ég hef ekki gefið mér nógu oft tíma til að skrifa hér á síðuna okkar en sé að þið eruð ótrúlega dugleg samt sem áður við að kíkja hér við. Ég ætla því að setja mér þá reglu núna að skrifa alltaf eitthvað um hverja helgi. Á mánudögum ætti því alltaf að vera kominn nýr pistill hér inn og þá þurfið þið ekki að kíkja fíluferð á hverjum degi Blush

Það er fundur hjá okkur á miðvikudagskvöld svo vonandi get ég sagt ykkur fréttir eftir hann.

bless í bili

kveðja

Hanna Dalkvist


Svona var það...

 Mikið hlakka ég til á morgun, en hér er mynd af mér frá síðasta balli sem ég fór á Saklaus

 istockphoto_373829_popstar


28.október

Sjáumst á morgun Svalur

dancing


Gleði á gleði ofan

Já kæru félagar og annað skemmtilegt fólk, nú styttist aldeilis í ballið okkar, rétt rúm vika og væntanlega allir farnir að bíða spenntir, allavega ég og Ólína Glottandi

Eins og kemur fram í Sumarliða ætlum við að byrja að spila Bingó klukkan 20:30 í Breiðfirðingabúð í Faxafeni 14. Klukkan 23 ætla svo Skógarpúkarnir að byrja að spila fyrir okkur og það er sko óhætt að fullyrða það að þeir spila tónlist sem hentar öllum. Þeir eru fjölhæfir og skemmtilegir strákar, enda að vestanSvalur.

Endilega takið með ykkur gesti og gangandi, það er engin skylda að vera skráður í félagið og það kostar einungis 1500kr. inn, Bingó + Ball, og einnig 1500 þó bara sé borgað inn á ballið. Svo endilega skellið ykkur með okkur á Bingó, við Ólína munum stjórna því eins og okkur einum er lagið og það var lagið....Koss

Hlakka til að sjá ykkur öll

kveðja

Hanna Dalkvist

  

P.s. Ætla að leyfa mér að nota sömu vísuna þangað til ég nenni að semja aðra Saklaus

Með vinum er mjög gott að vera

og vont að hafa ekkert að gera

þá best er að búa sig spari

og bruna á fjórhjóla-fari

til Skógarpúkana og skemmta sér

er skammt er eftir af október.

 


Alltaf eitthvað skemmtilegt :-)

Í haust og vetur ætlum við að hafa endalaust skemmtilegt í kringum okkur. Allar líkur benda til þess að það verði bingó fyrir ballið okkar góða og það hafa tvær frábærar manneskjur tekið að sér að stýra því og það eru þessar tvær (og einu tvær) sem virðast kíkja inn á þessa síðu hérna Koss sem sagt ég og Ólína. Við verðum án efa með eindæmum skemmtilegar og þetta verður sko ekkert Vinabæjar Bingó með fullri virðingu fyrir því, heldur verður fólk á öllum aldri að skemmta sér og öðrum. Það verður svo gaman að bingóið sjálft og vinningarnir verða algjört aukaatriði, þrátt fyrir að við séum komin með mjög flotta vinninga.

Svo er hugmynd um að hafa bæði spilavist og hagyrðingakvöld eftir áramót og hver veit hvað meira. Ykkur er öllum frjálst að koma með hugmyndir, engin hugmynd er svo vitlaus að hún verði ekki skoðuð, svo endilega látið í ykkur heyra.

Reyndar er nú líklegast að það verði ball einu sinni í mánuði, því við komum til með að skemmta okkur svo vel 28.október að við getum ekki hætt, ætla að hafa samband við Skógarpúkana og bóka þá síðasta laugardag í hverjum mánuði, hvernig líst ykkur á það? Glottandi

En sem sagt stanslaust stuð hjá okkur í allan vetur.

Bestu kveðjur í bili

Hanna Dalkvist

                        


28.október :-)

 

Með vinum er mjög gott að vera

og vont að hafa ekkert að gera

þá best er að búa sig spari

og bruna á fjórhjóla-fari

til Skógarpúkana og skemmta sér

er skammt er eftir af október.

 

HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR Svalur

Kveðja

Hanna

     


Júhúúú :-)

Jæja dömur mínar og herrar.

Ég biðst innilegrar afsökunar á að hafa ekki skrifað fyrr og sagt ykkur frá Þórsmerkurferðinni okkar góðu sem var frábær í alla staði. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að benda ykkur á síðuna hennar Ólínu Kristínar sem er með mér í varastjórn, hún skrifaði góðan pistil um ferðina eins og henni einni er lagið Glottandi http://www.blog.central.is/olinak?page=comments&id=2175249 

Fréttir dagsins og næstu daga eru hins vegar þessar:

 Takið frá laugardaginn 28.október því sá dagur verður rosalega skemmtilegur fyrir þá sem verða þar sem við verðum Glottandi  Haustballið okkar verður á þessum degi og hljómsveitin að þessu sinni verður engin önnur en Skógarpúkarnir, sem inniheldur barðstrendingana Lolla, Óskar og Geira. Þeir spila alla tónlist milli himins og jarðar, gömlu dansana, kokkinn, diskó, rokk, bara hvað sem beðið er um, algjörir snillingar á ferð.

Við munum hittast fyrir ballið og gera eitthvað skemmtilegt sem verður auglýst nánar síðar.

Endilega látið þetta berast til allra að vestan, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki, allir eru velkomnir að sjálfsögðu, því fleiri, því betra og skemmtilegra.

Sjáumst hress og kát Hlæjandi

kveðja

Hanna

                   


Úr Þórsmörk :-)

 

Hér er flott mynd úr Þórsmörk Brosandi


Sumarferð Barðstrendingafélagsins - hlakka til hlakka til :-)

Já það er búið að ákveða hvert verður farið í ferðina okkar góðu og mikið varð ég yfir mig hamingjusöm að sjá að það ætti að fara upp í Þórsmörk, frábær staður til að láta sér líða vel með skemmtilegu fólki Brosandi

Við förum í rútu upp í Húsadal og við sem viljum löbbum yfir í Langadal......og það vil ég svo sannarlega, rútan kemur svo þangað og sækir okkur. Það á að fara frá Umferðamiðstöðinni laugardaginn 12.ágúst kl.08:00  Þessi ferð kostar ekki nema 3200 krónur og hvet ég alla til að skella sér með okkur en muna bara eftir nestinu, skonsur og kakó í Þórsmörk er bara snilld Glottandi

Þetta verður ótrúlega skemmtileg ferð og endilega skráið ykkur hjá þessum aðilum fyrir kl.22:00 þann 10.ágúst:

Snorri Jóhannesson 555-1721 eða 891-7265

Gunnlaugur Olsen 564-1260 eða 821-9491

Daníel Hansen 435-6858 eða 694-8493 

 Fjölmennum og tökum með okkur gesti Koss

 Sjáumst eeeeeldhress

kveðja

Hanna Dalkvist 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband