13.12.2007 | 12:26
Hef gefist upp á 24 Stundum
Ég hef einstaka sinnum gluggað í 24 Stundir, svo sem aldrei lesið mikið í þeim. Í morgun ákvað ég hins vegar að hætta alveg að glugga í þetta blað. Í öll þau skipti sem ég hef lesið eitthvað hefur verið stafsetningarvilla, málvilla, vantað orð eða orð tvítekið. Ég las þessa frétt í morgun, bls.6 ef ég man rétt. Þegar ég sá enn einu sinni að ekki var hægt að skrifa eina stutta frétt án áberandi villa, ákvað ég að hætta að lesa og hér eftir setja 24 Stundir beint í endurvinnslupokann.
Setningarnar í morgun í þessari stuttu frétt voru:
"Enda eru greinilega eru falsaðir peningar í umferð."
"Ég hef ekkert undan bankanum og vona..."
Góðar stundir (eða þannig)
![]() |
Fékk falsaðan seðil í bankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóhanna,
Ég hef líka gefist upp á 24 stundum. Ég mæli með því að þú afþakkir blaðið með því að setja orðsendingu þess efnis við bréfalúguna þína. Það gerði ég og hef ekki fengið eitt einasta eintak af 24 stundum síðan þá. Öðru máli gegnir um Fréttablaðið, þrátt fyrir miðann og símtöl til fyrirtækisins kemur það inn um lúguna nótt eftir nótt.
María (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:31
Takk María, ég prófa það
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.12.2007 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.