Laugardagur í lífshlaupi

Við í vinnunni stofnuðum lið í lífshlaupinu og þar sem þetta er eina helgin í vinnustaðakeppninni er eins gott að nota hana vel og hala inn mínútum. Labbaði í aukavinnuna í morgun og ætla að labba í dag eins og nenna og tími leyfir, það þýðir ekki að sitja heima og lesa Cool

Ég hef verið voðalega löt við að blogga eins og þið hafið tekið eftir og ég ætla svo sem að sleppa því að lofa betrumbót í þeim efnum í bili en mun þó henda inn nokkrum línum stöku sinnum. Stundum finnst manni bara að maður hafi ekkert að segja og þá er betra að þegja Blush

Nú er hins vegar að styttast í páskana, gott að hafa þá svona snemma því eftir páska kemur alltaf pínu vorfílingur í mann og það er voða voða notalegt. Svo er yfirleitt ekki mikið um að vera í mars svo páskarnir eru kærkomnir til að brjóta upp mánuðinn.

Ég hef sett mér það markmið að gera eitthvað nýtt í hverjum mánuði allavega út þetta ár. Það þarf ekki að vera neitt stórt, alveg nóg að elda nýjan rétt eða labba nýja leið en eitthvað nýtt skal það vera. Held að þetta sé tilvalin aðferð til hætta að hugsa "ég geri þetta einhverntíma seinna". Það sem af er ári hefur þetta gengið mjög vel og reyndar komið nokkuð af sjálfu sér. Í janúar útskrifaðist ég með BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, í febrúar byrjaði ég að vinna í Háskólanum í Reykjavík og núna í mars tek ég þátt í lífshlaupinu og ætla líka að elda nýjan rétt í kvöld W00t

Svo þarf ég að fara að huga að gömlu takmarki, sem er leyndarmál í bili, en þið verðið þó öll vör við þegar ég næ því. Ég er ekki viss um að það hafist á þessu ári, það var þó upphaflega hugmyndin fyrir 5 árum, en það er þó aldrei að vita.

Eigið góða helgi og endilega skráið ykkur í lífshlaupið, alveg brilliant aðferð til að sparka í rassinn á sjálfum sér Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband