22.4.2008 | 21:23
Kann einhver bæjarnafnavísur?
Nú auglýsum við eftir
bæjarnafnavísum úr Austur- og Vestursýslunni.
Vísubrot sem menn muna:
Mýratunga mætti mér ...... ??
Og einhver vísa endar:
Heggstaðir, Siglunes ... ??
Ef lesendur kunna einhverjar bæjarnafnavísur frá Barðastrandasýslum
og/eða geta lokið þessum brotun hér að ofan,
þá vinsamlegast komið þeim á framfæri við
Ólínu og Aðalheiði:
olinak@vortex.is
heidahallgrims@vortex.is
Athugasemdir
Kann bara bæjarnafnavísu úr Skagafirðinum.
Keta Ríp Hamar Keldudalur,Kárastaðir Ás Beingarður. Eyhildarholt Egg Hróarsdalur,Helluland Vatnskot Rein Garður. Öll eru býlin auðnu rík,Utanverðunes Keflavík.
Margrét Sigurmonsd (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:34
Takk fyrir það Margrét, alltaf gaman að fá vísur
Jóhanna Fríða Dalkvist, 22.4.2008 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.