Hvað rímar við tungl?

Látra-Björg (sem er þó ekki frá Barðaströnd) hafði svar við því:

Vísa:

Rímmeistarar telja tungl
tíðum kemur á þá bringl.
Lúi er það fyrir liðinn únl
lengi að keipa fiski ingl.

Höfundur:

Björg Einarsdóttir Látra-Björg f.1716 - d.1784

Um höfund:

Kennd við Látra á Látraströnd. Var lengi húskona en förukona á efri árum. Hún orti mikið af lausavísum undir rímnaháttum og hafa ferða- og sveitavísur hennar orðið fleygar. Heimild: Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda.

Heimild:

Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.

Tildrög:

Sagt er að þessi vísa hafi verið 20 ár í smíðum áður en Látra Björg botnaði hana.

Tekið af http://skjalasafn.skagafjordur.is/lausavisur/visur.php?VID=8233

 

Látra-Björg fædd 1716 - dáin 1784, ógift og barnlaus.

Látraströnd er afskekkt í Eyjafirði, nú í eyði.

Björg var talin kvenna ferlegust ásýndum, hálslöng og hávaxin, afar há til hnés. Hún var jafnan í sauðsvartri hempu og með mórauða hettu á höfði.

Hún þótti sérlega ókvenleg, sérstaklega þegar hún fór á hestbak.

Björg var vel hagmælt, meinyrt og níðskældin.  Vísur hennar varðveittust í munnlegri geymd og útgefnar eftir dauða. Hún var talin ákvæðaskáld og því betra að reita hana ekki til reiði. Björg stundaði sjósókn á yngri árum og talin hafa kveðið fisk að, þegar lítil var veiði.  Líklegast öfunduð af þeim sem fiskuðu minna.

Björg þótti mjög undarleg, hún vildi aldrei fara í vistir og vera öðrum háð. Hún flakkaði um sveitir og varð hungurmorða á vergangi í móðuharðindunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hún hefur þá ekki botnað þetta líka?

Verk ég hef í vinstri öxl.

Verri þó í hægri mjöðm.

Brjánn Guðjónsson, 2.5.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

væri kannski hægt að fá eitthvað mætt skáld til að hugsa botn á þennan fyrripart, væri hægt að gefa 19 ár til þess

Jóhanna Fríða Dalkvist, 2.5.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband