Sjö smokka takk

cartoon_main2_full Ég freistast stundum til að kaupa mér kaffi í vinnunni, því kaffið niðri á kaffihúsinu er miklu betra en úr vélinni hér og ég freistaðist núna áðan. Þegar stúlkan er búin að afgreiða mig kemur strákurinn sem var á eftir mér í röðinni og segir við hana "sjö smokka takk". Ég gat nú ekki annað en litið upp við að heyra þetta, af hverju bað hann ekki um einn pakka eða eitthvað, af hverju bað hann um nákvæmlega sjö smokka ??? Ég sá stelpuröðina á eftir honum og áætlaði að þær væru sjö svo þá skildi ég þetta allt saman. Svo leit ég á stúlkuna og þá var hún ekkert að rétta honum sjö smokka, heldur Sviss-Mokka, en en en hvað er eiginlega að henni, heyrir hún eitthvað illa eða... Blush

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

heyrðu,það kom einn í lúguna í Olís í vetur og bað um smokka, sú sem var að afgreiða drenginn spurði um stærð pakkans þ.e. fjölda smokka í pakka, viðkomandi horfði stórum augum á afgreiðsludömuna og ítrekaði ósk sína um SVISS MOKKA

Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband