18.7.2008 | 12:02
Æji, þið stafsetningar "sérfræðingar"
Verð að væla smávegis núna, það er svo ótrúlega, ótrúlega, ótrúlega oft sem maður sér málfars- og stafsetningarvillur hér á mbl, sem og á öðrum vefsíðum sem manni finnst að ættu að hafa þetta í lagi.
Í þessu tilfelli þá segir maður "þar af leiðandi" ekki "þar að leiðandi", þetta er afleiðing ekki aðleiðing, koma svo.... hugsa smá áður en þið skrifið fréttirnar.
Pistorius keppir ekki á Ólympíuleikunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst þú gefur upp þennan bolta...
Stafsetning er eintöluorð. Stafsetningar í eignarfalli. Hjá þér vantar r.
Þetta smá sem birtist í textanum á væntanlega að vera smávegis.
Kommusetningu er áfátt.
Már Högnason (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 12:12
Face
Arnar (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 12:24
Takk fyrir góðar ábendingar Már.
Þó ég gagnrýni er ég ekki þar með að segja að ég sé fullkomin í stafsetningu sjálf, ég er þó allavega ekki að vinna á vinsælum fjölmiðli
Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.7.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.