20.3.2008 | 11:23
Ókeypis hringferð um sólina
Hafið það sem allra best í páskafríinu og hugsið um þessa góðu setningu sem ég fékk frá yfirmanni mínum:
"Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári".
Gleðilega páska
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2008 | 14:18
Kíkið á hringtorgið við N1 Lækjargötu Hafnarfirði plííííís pólís
...fáránlega sjaldan sem maður sér fólk gefa stefnuljós þegar það beygir til hægri af Reykjanesbraut niður Lækjargötu.
Fylgst verður með notkun stefnuljósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2008 | 10:13
Laugardagur í lífshlaupi
Við í vinnunni stofnuðum lið í lífshlaupinu og þar sem þetta er eina helgin í vinnustaðakeppninni er eins gott að nota hana vel og hala inn mínútum. Labbaði í aukavinnuna í morgun og ætla að labba í dag eins og nenna og tími leyfir, það þýðir ekki að sitja heima og lesa
Ég hef verið voðalega löt við að blogga eins og þið hafið tekið eftir og ég ætla svo sem að sleppa því að lofa betrumbót í þeim efnum í bili en mun þó henda inn nokkrum línum stöku sinnum. Stundum finnst manni bara að maður hafi ekkert að segja og þá er betra að þegja
Nú er hins vegar að styttast í páskana, gott að hafa þá svona snemma því eftir páska kemur alltaf pínu vorfílingur í mann og það er voða voða notalegt. Svo er yfirleitt ekki mikið um að vera í mars svo páskarnir eru kærkomnir til að brjóta upp mánuðinn.
Ég hef sett mér það markmið að gera eitthvað nýtt í hverjum mánuði allavega út þetta ár. Það þarf ekki að vera neitt stórt, alveg nóg að elda nýjan rétt eða labba nýja leið en eitthvað nýtt skal það vera. Held að þetta sé tilvalin aðferð til hætta að hugsa "ég geri þetta einhverntíma seinna". Það sem af er ári hefur þetta gengið mjög vel og reyndar komið nokkuð af sjálfu sér. Í janúar útskrifaðist ég með BSc í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, í febrúar byrjaði ég að vinna í Háskólanum í Reykjavík og núna í mars tek ég þátt í lífshlaupinu og ætla líka að elda nýjan rétt í kvöld
Svo þarf ég að fara að huga að gömlu takmarki, sem er leyndarmál í bili, en þið verðið þó öll vör við þegar ég næ því. Ég er ekki viss um að það hafist á þessu ári, það var þó upphaflega hugmyndin fyrir 5 árum, en það er þó aldrei að vita.
Eigið góða helgi og endilega skráið ykkur í lífshlaupið, alveg brilliant aðferð til að sparka í rassinn á sjálfum sér
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 07:48
...og sumt kemur alls ekki neitt
Léleg að blogga ég veit...
Annars vildi ég bara benda ykkur á nýtt netfang hjá mér johannafd@ru.is þar sem ég er komin í nýja vinnu í Háskólanum í Reykjavík.
Allt er gott, allt gengur vel og allt miðar til hins besta
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 23:41
Seint kemur sumt en kemur þó.
Gleðilegt ár kæru barðstrendingar og aðrir sem lesið hér
Ég er búin að hafa það rosalega gott um hátíðarnar. Fór í sveitina, safnaði og kveikti í brennu og skaut upp flugeldum. Veðrið var til friðs meðan á herlegheitunum stóð svo allir voru ánægðir.
Hlakka til að hitta ykkur á árinu, það hlýtur að verða rosalega gaman hjá okkur.
Bestu kveðjur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 09:08
Jólaþorpið í Hafnarfirði
Mæli með jólaþorpinu um helgina:
Laugardagurinn 22. desember
Kl. 14: 00
Kynnir: Ásgeir Páll
Gaflarakórinn syngur nokkur lög
Tónlistaratriði frá félagsmiðstöðinni Vitanum
Piparkökur Dýranna - leikrit
Grýla mætir með einn af sonum sínum til að heilsa uppá þorpsbúa
Jólasveinabandið skemmtir
Sunnudagurinn 23. desember/ Þorláksmessa
Kynnir: Ásgeir Páll
Jaðarleikhúsið ásamt Leikfélagi Flensborgar taka gott Jólasprell
Kl. 19:30
Jólaganga Hafnarfjarðar frá Fríkirkjunni. Endar í Jólaþorpinu kl. 20.
Kl. 20:00
Jólaball með Friðrik Ómari og Guðrúnu Gunnars.
Á Þorláksmessukvöldið verður mikið um dýrðir í Jólaþorpinu þegar slegið verður upp ekta jólaballi með seiðandi stemmingu og jólabrag. Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars munu sjá um að koma öllum í rétta jólaskapið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2007 | 10:05
Jólaböllin góð minning
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 19:37
Fjarðarkaup alltaf best
Ég er svo sem ekki að segja neinar nýjar fréttir en það sannaðist bara enn einu sinni í dag að Fjarðarkaup veita langbestu þjónustuna að mínu mati sem gerir það að verkum að það verður gaman að versla þar.
Ég fór í dag að kaupa 25 stóra konfektkassa fyrir fyrirtækið mitt og það var hreinlega stjanað í kringum mig. Konfektkassarnir sóttir fram á lager og karfan keyrð að afgreiðslukassanum fyrir mig og ekki minnsta vesen.
Ég mæli með Fjarðarkaupum fyrir þá sem vilja góða þjónustu á góðu verði í góðu andrúmslofti
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2007 | 15:53
"Allir" ósammála
Við í vinnunni tölum stundum um jólin þessa dagana eins og gengur og gerist. Um daginn bárust í tal mismundandi jólahefðir og meðal annars í sambandi við mat, hvort fólk væri alltaf með það sama í matinn á Aðfangadag og hvað það væri og þess háttar. Ég sagði eins og var að alltaf þegar ég fengi að ráða borðaði ég léttreyktan lambahrygg á Aðfangadagskvöld. Samstarfskona mín, sem er með 6 manna fjölskyldu, sagði hins vegar "sko það er alltaf tvíréttað hjá mér á Aðfangadagskvöld, það eru nefnilega allir svo ósammála um hvað er best, sko ég vil svín en allir hinir vilja lamb..."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 12:26
Hef gefist upp á 24 Stundum
Ég hef einstaka sinnum gluggað í 24 Stundir, svo sem aldrei lesið mikið í þeim. Í morgun ákvað ég hins vegar að hætta alveg að glugga í þetta blað. Í öll þau skipti sem ég hef lesið eitthvað hefur verið stafsetningarvilla, málvilla, vantað orð eða orð tvítekið. Ég las þessa frétt í morgun, bls.6 ef ég man rétt. Þegar ég sá enn einu sinni að ekki var hægt að skrifa eina stutta frétt án áberandi villa, ákvað ég að hætta að lesa og hér eftir setja 24 Stundir beint í endurvinnslupokann.
Setningarnar í morgun í þessari stuttu frétt voru:
"Enda eru greinilega eru falsaðir peningar í umferð."
"Ég hef ekkert undan bankanum og vona..."
Góðar stundir (eða þannig)
Fékk falsaðan seðil í bankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)