23.11.2007 | 10:43
Vísurnar hennar Magdalenu Thoroddsen
Kosningar:
Allir flokkar finnast mér
framtakinu hrósa.
Það er verst að vandinn er
að velja rétt og kjósa.
Vorið:
Vinarmjúkur vefur blær
vorsins armi hæð og sund.
Ljúfa strengi landið slær
lífstin hörpu þýðri mund.
Átthagarnir:
Vestfirðingur að ég er
aldrei mun ég gleyma.
Allar stundir yljar mér
æskubyggðin heima.
Eurovision:
Engrar gleði olli mér
evróvíson þátturinn.
Margt er bjagað fram sem fer,
furðu galinn söngurinn.
Vegagerð:
Ég tel vegi Vestfjarða
vera í góðu lagi,
bæði um heiði og hálsana
hreint af besta tagi.
Burður:
Sumir bera sorg í hug,
svo og aðrir hetjudug.
Einir bera áhyggjur.
Upp má bera tillögur.
Sannlega er hann sauðburður,
svo og líka áburður,
oft hefst mikill atburður
eða bara viðburður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 13:37
Fleiri vísur vantar
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 11:12
Vísurnar hans pabba
Ég var að skoða hjá mér gamlar færslur og sá að annað hvort hef ég aldrei sett vísurnar hans pabba inn eftir hagyrðingakvöldið eða eytt þeirri færslu einhverntíma. Ég bið ykkur og ekki síst pabba innilegrar afsökunar á þessu en hér koma þær þó seint sé.
Vísurnar eru eftir Guðjón Dalkvist Gunnarsson, Dalla, frá Gilsfjarðarmúla og síðar bónda í Mýrartungu I. Hann býr nú á Reykhólum og bruggar þar galdraseiði úr þangi sem nefnist Glæðir og fæst m.a. í Blómavali. Mjög gott á alls kyns plöntur
Kosningarnar 2007.
B. Reyndi hann Jón að raka sig í framan;
reyndar mætti húðin verða sólbrún.
Rosalega þætti Geir það gaman
"Gæti hann orðið fallegri en Sólrún".
D. Geiri sínar gráu hristi,
getur orðið hjón.
Ugla sat á sínum kvisti:
Sólrúnu eða Jón?
S. Samfylkingin sofnuð er.
Sígur fylgið meir.
Vonar bara að bjargi sér
bónorðið frá Geir.
V. Vinstri græn á gremju þrífast,
gömlum púka eru lík. .
Öllu lofa, einskis svífast.
Ömurleg sú pólitík.
Vegamálin.
Það er veigamikið mál,
að mæla sveig á vegum rétt.
Kennt við Teig er kjarr með sál.
Kunn er eigendanna frétt.
Aðeins sérð þú eyðisand,
auðnin skerðir manndóminn,
en er þú ferð um fagurt land
friðsæll verður hugur þinn.
Vorið.
Regnið lemur ræfilinn,
rennur úr nösum hor,
þeytuverk í þjóum finn.
Það er komið vor.
Er nú ekki mál að linni?
Ég ætlaði að gera gull
þótt gáfur þverri.
Þetta byrjaði sem bull
og botninn verri.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2007 | 16:18
Ný bloggfærsla
Var skömmuð á ballinu okkar um helgina fyrir að blogga of lítið og viðurkenni ég fúslega að ég átti það skilið
Þessi bloggfærsla er því ætluð að fyrirbyggja að 5 mánuðir líði aftur á milli bloggfærslna.
Ef þið hafið eitthvað skemmtilegt efni sem þið viljið birta hér á síðunni, þá er ykkur velkomið að senda mér það á johannafd@hive.is, það verður að sjálfsögðu ritskoðað áður þannig að best er að skrifa eitthvað fallegt um mig
Það var frekar fámennt en einstaklega góðmennt á Bingóinu á laugardaginn og fullt af flottum vinningum fóru í góðar hendur. Sérstaklega var gaman að sjá krakkana sem mættu og sátu spennt yfir spjöldunum, takk fyrir komuna krakkar, vonast til að sjá ykkur aftur á næsta ári
Ef þið hafið tillögur að öðrum uppákomum, þá væri ægilega gaman að fá línu frá ykkur um þær eða jafnvel símtal, síminn minn er 8438808, allar hugmyndir vel þegnar.
Hlakka til að heyra frá ykkur
Bestu kveðjur
Jóhanna
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 15:50
Bingó og ball
Þann 10. nóvember næstkomandi heldur Barðstrendingafélagið skemmtun í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Byrjað verður á því að spila bingó kl. 20:30 og eru vinningarnir ekki af verri endanum!
Um kl. 23 munu Skógarpúkarnir taka völdin og fjörinu verður haldið uppi fram eftir nóttu.
Miðaverð er aðeins 1500 krónur. Miðinn gildir bæði á bingóið og ballið og fylgir eitt bingóspjald með hverjum miða. Svo er hægt að kaupa spjöld eins og hver kýs. Ef einhver hyggst mæta bara á ballið er það sama verð.
Notum nú tækifærið og fjölmennum. Hvað er betra en að eyða laugardagskvöldi með fólki að vestan?
Endilega takið með ykkur gesti.
Á ballingu langar að leika
Og láta þá engu um það skeika
Að mæta í dáfínu dressi
Og dansa svo andann ég hressi
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 16:15
Vísurnar hennar Ólínu Kristínar
Kosningar:
Að lesa í regnbogans liti er snúið
og lausnin ei finnst fyrr en allt er loks búið.
Er það blár eða grænn eða brúnn eða rauður?
Er blessaður seðillinn best kominn auður?
Átthagar:
Í minni sveit var eintóm mold og væta
og mikið var ef sást þar sólarglæta.
Þar magnað var, sem undrun má víst sæta
en Mýrartunga alltaf mun mig kæta.
Eurovision:
Í landafundi lagðist áður hann
og lenti snemma á hinu græna landi.
Eiríkur er okkar rauði mann
í Evróvisjón lendir þó í strandi.
Vegagerð:
Víst er að vegagerðin
vekur hjá mörgum furðu.
Veita mun vesturferðin
vegfarendum snurðu.
Vorið:
Sagt er: Allt vænkist á vorin.
Og víst er að léttast mörg sporin
en sá geitungafjöld
sem grípur öll völd
getur stungið, þá öll von er borin.
Burður:
Vísnagáta:
Torskilið og tyrfið mas.
Tengingu á að lýsa.
Upp svo vaxi iðgrænt gras.
Illa samin vísa.
Eykur harma, eitrar geð.
Enga holu í vegi finn.
Hátt svo vælir, hinum með.
Hann er elsti sonur minn.
Afar dýrmætt, ekkert drasl.
Út úr vænum rollum datt.
Þrælavinna, þyngd og basl.
Það er ekki alveg satt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 22:36
Vísurnar hans Hjartar Þórarinssonar
Burður:
Ær og belja eru burðardýr,
í byrjun þetta nefni.
En bölvun valda burðardýr
sem bera fíkniefni.
Löngum taldist landburður
ef lifnaði fiskidráttur.
Flestir vita framburður
er fjalls og málfars háttur.
Áður fyrr var útburður
örþrifaráð hjá móður.
Annars er blaða útburður
almennt talinn góður.
Aðburður grenja er útkastið,
óburður varla herðir.
Áburður notast í andlitið
og áburður mannorð skerðir.
Viðburður úrtak af eindæmum,
atburður frásögn venjuleg.
Hrísburður eldföng í harðindum,
heyburð í eyjum þekki ég.
Burðarstoð er boðorðið
sem berst af þingmannsfundum
en burðarklárinn bjargaði
bændum mörgum stundum.
Burðargeta bróður þíns
oft breytist svo um munar.
Að létta byrðar bróður síns
er betra en nokkurn grunar.
Vonir manns mikils virðar,
vakna og fara á kreik.
Berum hvers annars byrðar,
bræður í hverjum leik.
Vorið:
Vetur dvínar, vorið hlær
veðrið hlýnar, þeyr á fjöllum.
Sólin skín og sunnanblær
sendi mínar kveðjur öllum.
Vegagerð:
Styrr er um Barðastrandarveg
á strandar jarðbrúninni.
Andstaðan harla ótrúleg
og örmjó fjarðarmynni.
Ástar-Brandur átti staf,
engum var hann líkur.
Nú mun styttast norður af
að ná til Hólmavíkur.
Átthagarnir:
Hugur oft reikar, víst ég það veit,
oft vestur til Reykhólasveitar.
Á Miðhúsum geymi ég minningareit,
sú minning á hugann oft leitar.
Kosningarnar:
Þótt eldra fólki yfirleitt
þeir yngri vilji gleyma,
þá finnst nú hjá þeim eitt og eitt
atkvæði sem þeir geyma.
Eurovision:
Eurovision gort og grís,
gengur hrísl í kroppinn.
Hróður Íslands alveg vís
ef Eiki rís á toppinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 18:31
Vísur frá Aðalheiði Hallgrímsdóttur
Kosningar:
Kosningar nú koma í hlaðið
kappar mörgu sinna.
En eitt er víst, er upp er staðið
allir munu vinna.
Átthagarnir:
Átthögunum ann ég heitt
annars staðar gestur.
Þegar geð er grátt og leitt
er gott að hverfa vestur.
Þar mig faðma fjöllin há
firðir, eyjar, grundir
og hjá vinum uni þá
ótal glaðar stundir.
Eurovision:
Evróvisjón enn á ný,
við ekki erum sloppin.
Rauða hárið reddar því
við ryðjumst upp á toppinn.
Vegagerð fyrir vestan:
Vegakerfið vestra er
vægast sagt í molum
viðfangsefnið vænsta tel
að vinna bug á holum.
Vorið:
Alltaf vorið yndi bjó
þá ómar fuglaraustin
en fremra alltaf finnst mér þó
fagurt kvöld á haustin.
Burður:
Ber oft mikið báturinn,
bera kind og belja,
bera oft í bóli finn,
ber svo til að kvelja.
Ber sig eftir björginni,
ber á lyngi situr,
ber sig vel á brókinni,
mér ber að sýnast vitur.
Burðinn ýmsir baxa við
bæði kind og maður
ef það væri á aðra hlið
yrði margur glaður.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 11:15
Til íbúa og brottfluttra Barðstrendinga
Niðurstaða nefndar um að efla atvinnulíf á Vestfjörðum liggur fyrir. Nú á að hefja markvissar aðgerðir til að flytja opinber störf til Vestfjarða og skapa ný störf. Áherslusvið í atvinnulífinu eru;
- sjávarútvegur/matvælaframleiðsla/fiskeldi
- ferðaþjónusta/ menningarverkefni/ gagnavinnsla
- Rannsóknir/nýsköpun
Þróunarsetur Vestfjarða á Patreksfirði er í undirbúningi og tekur til starfa næsta vetur. Okkur vantar fagfólk og sérfræðinga á þessum sviðum á sunnanverða Vestfirði. Ef þú lesandi góður veist um fagfólk og sérfræðinga sem gætu hugsað sér að búa og starfa hjá okkur viljum við gjarnan vita af því. Allt kemur til greina og allt skoðað í trúnaði.
Vinsamlegast hafið samband við Jón Örn Pálsson, Atvinnuráðgjafa, Aðalgötu 5, 450 Patreksfirði. Sími: 456-2350 gsm: 892-1896 netfang: jonp@atvest.is
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 11:04
Vísur frá Hallfríði Benediktsdóttur
Vegagerð:
Af því bráðum aka má
Arnkötludals heiði.
Von þeim gefst er vilja sjá
Vestfirðina í eyði.
Vorið:
Ég geng hér á gatslitnum skónum
og greina má vorið í tónum
það rignir með köflum
og rennur úr sköflum
og krónurnar koma undan snjónum.
Eurovision:
Það er mikil þjóðarheppni
og þónokkuð í okkur spunnið
við sendum lög í söngvakeppni
sem fráleitt er að geti unnið.
Átthagarnir:
Óx sem grein af ungri hríslu
uppeldið í réttum skorðum.
Í Steinadal í Strandasýslu
stóð mín ungbarnsvagga forðum.
Föðurleifðin faðm sinn breiddi
fól við barminn unga vífið
með ást og kærleik áfram leiddi
unglinginn í gegn um lífið.
Átthögunum aldrei gleymi
eins, þó víða liggi sporin
fallegustu fjöll í heimi
fönnum prýdd, en græn á vorin.
Kosningar:
Flokkarnir æða sem fífldjarfur her
flykkjast um bæi og sveitir.
En pælið þið í því sá púki er í mér
sem pólitískt viðrini heitir.
Velferðar kerfið í vonlausum hnút
virðist hjá flokkunum öllum
því langar mig mest til að leggjast bara út
og lifa sem þjófur á fjöllum.
Burður:
Sé ég oft um sauðburðinn
set á túnið áburðinn
vel mér besta viðburðinn
vernda og styrki frumburðinn.
Fer svo létt með framburðinn
færi á spjöldin atburðinn.
Hengi á klakka hestburðinn
hef í metum íburðinn.
Líst mér ekki á leirburðinn
ljótan tel ég rógburðinn
Ei má stunda útburðinn
utan þann með póstburðinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)