Halli okkar

Ég varð nú hálf móðguð þegar ég sá "aldraður", Halli sem er svo léttur á fæti sem og í lund og labbaði meðal annars með okkur frá Húsadal yfir í Langadal fyrir tveimur árum InLove

Halli okkar færði Garpsdalskirkju að gjöf nýja áletraða biblíu til minningar um fósturforeldra sína, hjónin Haflínu Guðjónsdóttur og Júlíus Björnsson, sem bjuggu í Garpsdal meira en fjóra áratugi.

Öll fréttin hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hanna.Var að lesa núna um Halla okkar og hans heimsókn í sveitina sína.Já,þetta er dapurt að lesa.Hver skrifar fréttina,er það kanski aðkomumaður sem þekkir ekki nóg til?En það er sama.Halli  er einn af þessum góðu minningum  okkar úr sveitinni.Væri gaman að vita hvar hann á heima nú blessaður,og heimsækja hann,við tækifæri.Þú kanski gefur mér það upp.Og skilar bestu kveðjum til hans.Sem og pabba þíns.Held að við höfum horfst í augu hvors annars í fyrra hér á Skaga.En báðir á keyrslu því miður.Kveðjur frá Dódó(Dóra).  

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Hæ Dódó, þú getur fundið hann Halla á ja.is, halldór jónsson frá króksfjarðarnesi

Ég þurfti aðeins að tjá mig á reykholar.is http://reykholar.is/adsendar_greinar/Gleymum_okkur_ekki_i_formlegheitum

Ég fékk svar frá vefstjóra þar sem hann baðst afsökunar á þessu en hann er aðfluttur. Hann hins vegar fékk heimamann til að lesa yfir svo hann gerði sitt til að bæta textann. Við þessi burtfluttu erum kannski viðkvæmari heldur en þau sem búa ennþá fyrir vestan

Jóhanna Fríða Dalkvist, 26.5.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband