Færsluflokkur: Dægurmál
17.6.2008 | 00:25
Vegna brunans á Finnbogastöðum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 07:39
Mitt framlag til Eurovision
Ég er alveg á móti því að við hættum að taka þátt í Eurovision, hvurslags fílupúka-umræða er það? Við stóðum okkur snilldarvel núna og ég get ekki séð annað en allir hafi skemmt sér vel, bæði íslensku þátttakendurnir og íslenskir áhorfendur. Einnig er þetta skemmtilegt tækifæri fyrir íslenskt tónlistarfólk og upplyfting í íslenskri dagskrárgerð.
Til hamingju Ísland
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 10:34
Halli okkar
Ég varð nú hálf móðguð þegar ég sá "aldraður", Halli sem er svo léttur á fæti sem og í lund og labbaði meðal annars með okkur frá Húsadal yfir í Langadal fyrir tveimur árum
Halli okkar færði Garpsdalskirkju að gjöf nýja áletraða biblíu til minningar um fósturforeldra sína, hjónin Haflínu Guðjónsdóttur og Júlíus Björnsson, sem bjuggu í Garpsdal meira en fjóra áratugi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2008 | 08:14
Frétt af Reykhólavefnum
Ákveðið var á aðalfundi Sambands breiðfirskra kvenna (SBK) sl. fimmtudag að efna til dagskrár um skáldkonurnar og tvíburasysturnar Ólínu og Herdísi Andrésdætur, en í næsta mánuði verða 150 ár liðin frá fæðingu þeirra í Flatey á Breiðafirði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 20:54
fúll í fimm mínútur ????
Skilja ekki Júróvisjón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 10:08
Sjö smokka takk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 12:18
Áttundi 100 ára vestfirðingurinn
Tvær íslenskar konur fagna aldarafmæli í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 16:22
Búið ykkur undir húllu-hittinga í haust
Nú er að duga eða drepast kæru Barðstrendingar. Við Ólína skipum nefnd sem mun sjá um mánaðarlega hittinga í haust og við stefnum á að byrja strax í september svo það er eins gott að vera í startholunum. Ég kalla þetta húllu-hittinga því það er of mikið að segja húllumhæ en þetta verður jafn gaman
Við munum láta ykkur vita betur um þetta þegar nær dregur, en "be ready for the irresistible"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 16:25
Hvað rímar við tungl?
Látra-Björg (sem er þó ekki frá Barðaströnd) hafði svar við því:
Vísa:
Rímmeistarar telja tungl
tíðum kemur á þá bringl.
Lúi er það fyrir liðinn únl
lengi að keipa fiski ingl.
Höfundur:
Björg Einarsdóttir Látra-Björg f.1716 - d.1784
Um höfund:
Kennd við Látra á Látraströnd. Var lengi húskona en förukona á efri árum. Hún orti mikið af lausavísum undir rímnaháttum og hafa ferða- og sveitavísur hennar orðið fleygar. Heimild: Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda.
Heimild:
Vísnasafn Sigurðar J. Gíslasonar í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Tildrög:
Sagt er að þessi vísa hafi verið 20 ár í smíðum áður en Látra Björg botnaði hana.
Tekið af http://skjalasafn.skagafjordur.is/lausavisur/visur.php?VID=8233
Látra-Björg fædd 1716 - dáin 1784, ógift og barnlaus.
Látraströnd er afskekkt í Eyjafirði, nú í eyði.
Björg var talin kvenna ferlegust ásýndum, hálslöng og hávaxin, afar há til hnés. Hún var jafnan í sauðsvartri hempu og með mórauða hettu á höfði.
Hún þótti sérlega ókvenleg, sérstaklega þegar hún fór á hestbak.
Björg var vel hagmælt, meinyrt og níðskældin. Vísur hennar varðveittust í munnlegri geymd og útgefnar eftir dauða. Hún var talin ákvæðaskáld og því betra að reita hana ekki til reiði. Björg stundaði sjósókn á yngri árum og talin hafa kveðið fisk að, þegar lítil var veiði. Líklegast öfunduð af þeim sem fiskuðu minna.
Björg þótti mjög undarleg, hún vildi aldrei fara í vistir og vera öðrum háð. Hún flakkaði um sveitir og varð hungurmorða á vergangi í móðuharðindunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2008 | 15:45
Bæjarnafnavísa frá Bolungarvík
Þessa fann ég á www.vikari.is
Gil og Ós vil ég greina
Geirastaðir hjá.
Má ég ei Miðdal leyna
margir Hanhól sjá.
Tunga og Hlíðar tvær
Tröð er þessu nær,
heilsar margur húsi því
sem heitir Búðarbær.
Gekk ég að Grundarhóli
gisti á höfuðbóli,
Hóll er höfðingjastaður
hár og glergluggaður
sé hann síblessaður
og hans yfirmaður.
höf. ókunnur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)